Hoppa yfir valmynd

Tíma­bundnar breyt­ingar á starf­semi Muggs­stofu

Vegna flutn­inga yngsta stigs Bíldu­dals­skóla og frístundar yfir í Muggs­stofu breytist starf­semin aðeins næstu vikurnar.


Skrifað: 7. maí 2024

Auglýsingar

Félagsstarf aldraðra

Félagsstarfið getur ekki verið í Muggsstofu fram að sumarfríi vegna frístundar og því verður það með öðru sniði næstu vikurnar. Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar:

  • 8. maí kl. 13: Göngutúr frá Vegamótum. Tökum smá swing um bæinn og endum á að kaupa okkur kaffi á Vegamótum.
  • 15. maí: Lokað – forstöðumaður í sumarfríi
  • 22. maí kl. 13: Pottapartý í Byltu.
  • 29. maí kl. 13: Spilum boccia og kaupum okkur kaffi á Skrímslasetrinu.
  • 5. júní kl. 13: Síðasti hittingur fyrir sumarfrí er golfmót og svo kaffi og veitingar í golfskálanum. Fyrirkomulag auglýst síðar.

Athugið að eldri borgurum á Bíldudal er guðvelkomið að heimsækja Eyrasel á Patró, Vindheima á Tálknafirði og Laufið á Barðaströnd á opnunartíma þeirra.

Opnunartímar bókasafnsins

Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 16:00-17:30

Muggsstofa verður lokuð vikuna 13.-17. maí vegna sumarfrís.