Nemendaverndarráð

Við skólann starfar nemendaverndarráð. Samkvæmt 39. gr. grskl. er heimilt að stofna slíkt ráð við skólann til að samræma störf þeirra sem sjá um málefni einstakra nemenda hvað varðar námsráðgjöf, sérfræðiþjónustu og heilsugæslu. Þurfi nemandi, að mati umsjónarkennara, á sérstakri aðstoð að halda vegna fötlunar, sjúkdóms eða námslegra, félagslegra eða tilfinningalegra erfiðleika eða ef mætinu er verulega ábótavant skal umsjónarkennari vísa málinu skriflega til skólastjóra, sem getur lagt málið fyrir nemendaverndarráð. Nemendaverndarráð Grunnskóla Vesturbyggðar er skipað eftirfarandi aðilum:

  • Skólastjóri, formaður,
  • Heilsugæsluhjúkrunarfæðingur,
  • Deildarstjóri sérkennslu.
  • Þeir sérfræðingar sem nefndin kallar til.