Mötuneyti GV

Skólamötuneyti í Vesturbyggð

Haustið 2007 hóf Vesturbyggð að bjóða nemendum og starfsfólki grunnskóla upp á heitan mat í mötuneytum á Bíldudal og á Patreksfirði, en mötuneyti hefur verið um árabil í Birkimelsskóla með nokkuð öðrum formerkjum.

Matseðlar eru útbúnir í samræmi við manneldismarkmið á Íslandi og tillögur ráðgjafa, auk þess sem handbók Lýðheilsustöðvar fyrir skólamötuneyti er lögð til hliðsjónar. Sjálfstætt starfandi næringarráðgjafi og ráðgjafi Lýðheilsustöðvar hafa veitt fræðslu og ráðgjöf til allra þeirra aðila sem koma að þessum málum í sveitarfélaginu.

Það er okkur metnaður að bjóða fjölbreyttan, næringarríkan og góðan mat í mötuneytum Vesturbyggðar, þó svo að sjaldan verði hægt að gera öllum til geðs. Það er enginn neyddur til að borða mat sem hann eða hún vill ekki. Hins vegar verður sú aðalregla höfð í heiðri, að setja allar fæðutegundir á diskinn, lítið af því sem barnið kýs síst eða ekki (nema vitanlega ef um þekkt ofnæmi eða fæðuóþol er að ræða) og því mikilvægt að foreldrar ræði það við börn sín – að prófa lítið og prófa í hvert sinn. Það er ekkert næringargildi í mat sem endar í ruslafötunni. Ef foreldrar þekkja til fæðuofnæmis eða fæðuóþols barna sinna eru þeir vinsamlega beðnir um að koma þeim upplýsingum til skóla eða á bæjarskrifstofur.

Vinsamlega hafið samband við gustaf@vesturbyggd.is varðandi skráningar í mötuneyti Patreksskóla.

Matseðill: