Heilsugæsla

Hjúkrunarfræðingur er með fastar heimsóknir í allar deildir GV. Hún hefur umsjón með flúorskolun, sér um fræðslu og viðtöl eftir þörfum. Hjúkrunarfræðingur situr fundi nemendaverndarráðs þegar það á við. Hjúkrunarfræðingur er með fasta viðtalstíma fyrir nemendur í öllum skóladeildum. Nánari upplýsingar fást hjá umsjónarkennurum.

Nemendum í 1. 7. og 9. bekk er boðið upp á flúorskolun tvisvar sinnum í mánuði.

Nemendur í 1. 2. 4. 7. 8. og 9. bekk fara í skólaskoðun hjá lækni og hjúkrunarfræðingi.

Ef lús kemur upp í skólanum er send tilkynning með leiðbeiningum heim með nemendum. Skólahjúkrunarfræðingur tekur ákvörðum um frekari aðgerðir ef þörf krefur. Ef foreldrar verða varir við lús eða njálg hjá barni sínu ber þeim að tilkynna það strax til hjúkrunarfræðings á Heilbrigðisstofnuninni.

Heilsuvernd og fræðsla í grunnskólum

1. bekkur
Persónulegt hreinlæti. Tannvernd. Svefn og hvíld. Næring (morgunverður). Slysavarnir og hjálmar. Vináttan í bekknum. Líkaminn hvernig pössum við hann.

2. bekkur
Rifja upp persónulegt hreinlæti. Tannvernd. Svefn og hvíld. Næring (skólanesti). Slysavarnir og hjálmar. Vetrarklæðnaður og hlífðarföt. Vináttan í bekknum.
3. bekkur
Svefn og hvíld. Tannvernd. Næring (hádegisverður). Slysavarnir og skyndihjálp. Reiðhjól. Vináttan í bekknum.
4. bekkur
Svefn og hvíld. Heilsusamlegt líferni (næring og hreyfing). Slysavarnir og skyndihjálp. Reiðhjól. Vináttan í bekknum.
5. bekkur
Næring (maturinn skiptir máli). Slysavarnir og skyndihjálp. reykingar. Einelti. Kynþroskaskeiðið.
6. bekkur
Hreinlæti. Tannhirða. Mikilvægi hreyfingar. Kynþroskinn.
7. bekkur
Matarræði. Reykingar og vímuvarnir. Kynfræðsla.
8. bekkur
Vináttan. Sjö grundvallarlífsgildi. Andlegar breytingar.Kynfræðsla.
8. bekkur – stúlkur
Sérstök fræðsla.
9. bekkur
Kynsjúkdómar. Hreinlæti. Þroskaverkefni unglingsáranna. Aðeins eitt líf. Börn og óbeinar reykingar. Hættulegur hávaði.
10. bekkur
Krabbamein í eistum. Áhrif áfengisneyslu. Er þetta sannleikurinn. Að rækta heilbrigði. Ertu einmanna.