Heilsugæsla

 

Skólaheilsugæsla

Skólaheilsugæsla er á vegum Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsemi hennar er samkvæmt lögum, reglugerðum og tilmælum Landlæknis. Í henni felast skimanir, viðtöl um lífsstíl og líðan, bólusetningar og heilbrigðisfræðsla, ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans. Nánari upplýsingar um starfsemi skólaheilsugæslunnar má nálgast á Heilsuvefnum.

Starfsfólk skólaheilsugæslu vinnur í samvinnu við foreldra/forráðmenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem veita skólabarninu þjónustu. Starfsfólk heilsugæslunnar er bundið þagnarskyldu.

Starfsfólk veitir fyrstu hjálp ef slys ber að höndum. Ef barn veikist í skólanum eða meiðist alvarlega er haft samband við forráðamenn. Því er nauðsynlegt að skólinn hafi símanúmer foreldra/forráðamanna.

Heilsugæsla í Patreksskóla.

Heilsugæsla í skólum lýtur stjórn heilbrigðisyfirvalda og er hjúkrunarfræðingur skólans starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Markmið:

Að stuðla að því, að börn fái að þroskast við þau bestu andlegu-, líkamlegu-  og

félagslegu skilyrði, sem völ er á á hverjum tíma.

Til að ná því markmiði er fylgst með barninu og umhverfi þess, og komi í ljós að eitthvað hamli því að þessum skilyrðum sé fullnægt eru ráðstafanir til úrbóta gerðar svo fljótt sem auðið er.

Áhersla er lögð á að fræða börnin, til að gera hvern og einn ábyrgan fyrir eigin heilsu og heilbrigði.

Starfssviðið felst í eftirfarandi þáttum:

Eftirlit með andlegu, líkamlegu og félagslegu heilsufari nemenda s.s. með viðveru og eftirliti með líkamsvexti og þroska ásamt sjón- og heyrnarprófum.

Heilbrigðisfræðsla og hvatning, hópfræðsla og í sérstökum tilvikum einstaklingsfræðsla. Áhersla er lögð á að hver og einn einstaklingur beri ábyrgð á eigin heilsu og heilbrigði.

Forvarnir gegn vímuefnum og öðru því sem skaðlegt er heilsu og heilbrigði nemenda.

Hjúkrunarfræðingur er nemendum og foreldrum til stuðnings, veitir ráðgjöf og leiðbeinir um þá þjónustu sem völ er á. Hann veitir nemendum með andlega og líkamlega sjúkdóma aðstoð eins og við verður komið hverju sinni.

Heilbrigðisskoðun fer fram samkvæmt tilmælum landlæknisembættis

1 bekkur: Lífsstílsmat (þau svara nokkrum spurningum svo er spjallað saman útfrá því), hæð, þyngd og sjónpróf

4 bekkur: Lífsstílsmat, hæð, þyngd og sjónpróf

7 bekkur: Lífsstílsmat, hæð, þyngd, sjónpróf. Allir fá MMR bólusetningu (mislingar, hettusótt og rauðir hundar) og allar stelpur í 7 bekk fá Cervarix bólusetningu (leghálskrabbamein) sem eru 3 sprautur gefnar 0,1,6 mánuði.

9 bekkur: Lífsstílsmat, hæð, þyngd, sjónpróf. Allir fá Boostrix Polio bólusetningu (barnaveiki, kíghósti, stífkrampi og mænusótt)

Berklapróf er tekið ef barnið, foreldri eða foreldrar þess eru fædd í Asíu, Afríku, Suður- og Mið- Ameríku og Austur Evrópu, eða ef barnið hefur dvalið eitt ár eða lengur á þessum svæðum.

Þurfi barnið  lyf í skólanum ber foreldrum að hafa samband við hjúkrunarfræðing þar sem hann ber ábyrgð á lyfjagjöfum á skólatíma.

 

Heilsuvernd í grunnskólum – Fræðsla hjúkrunarfræðings

  1. bekkur – 6 ára. Bekkjarkennsla.

Persónulegt hreinlæti, tannvernd, svefn og hvíld. Næring (morgunv). Slysavarnir og hjálmar.  Vináttan í bekknum. Líkaminn, hvernig pössum við hann?

  1. bekkur – 7 ára. Bekkjarkennsla.

Rifja upp fræðslu um persónulegt hreinlæti. Tannvernd, svefn og hvíld. Næring (skólanesti). Slysavarnir og hjálmar. Vetrarklæðnaður og hlífðarföt. Vináttan í bekknum.

  1. bekkur – 8 ára. Bekkjarkennsla.

Svefn og hvíld, næring (hádegisverður), slysavarnir (skyndihjálp). Vináttan í bekknum.

  1. bekkur – 9 ára. Bekkjarkennsla.

Svefn og hvíld. Heilsusamlegt líferni (næring, hreyfing). Slysavarnir (skyndihjálp). Vináttan í bekknum.

  1. bekkur – 10 ára. Bekkjarkennsla.

Næring (matur skiptir máli). Reykingar, slysavarnir (skyndihjálp), einelti. Kynþroskaskeiðið.

  1. bekkur – 11 ára. Bekkjarkennsla.

Hreinlæti. Tannhirða. Mikilvægi hreyfingar. Kynþroskinn.

  1. bekkur – 12 ára. Bekkjarkennsla.