Skólavísir/kennsluáætlanir

Kennarar og starfsfólk Patreksskóla hafa frá því 2017 unnið að því að innleiða starfshætti í anda aðalnámskrár grunnskóla þar sem áhersla er lögð á að koma til móts við fjölbreyttar þarfir nemenda með stórauknu hlutfalli af skapandi kennsluháttum eins og fram kemur í kennslufræðilegri stefnu skólans.

Skólaárið 2018 til 2019 lögðu kennarar sig fram um að reyna að koma í skipuleggja og koma í framkvæmd heildstæðu skólastarfi þar sem grunnþættir aðalnámskrár  birtast markvisst í námi barnanna – íhlutun nemenda væri mikil, verkefni fjölbreytt og aðkoma skólasamfélagsins mikil. Slíkar breytingar á starfsháttum eru tímafrekar en dropinn holar steininn. Það er markmið Patreksskóla að heildstæðir námsvísar verði tilbúinir við lok skólaársins 2021. Vinnan hófst við gerð námsvísa í samfélagsfræði og Íslensku.

Námsframvinda hvers og eins birtist í Mentor.

Forsnið að námsvísunum eru tilbúin en þeir birast hér í lifandi útgáfu sem mun bætast í eftir því sem vinnunni fram gengur.